Skemmtistöðvar

Í hlaupinu fara þátttakendur á milli svokallaðra skemmtistöðva. Á skemmtistöðvunum mun tónlist og lýsing leika á alls oddi og verða þær jafn fjölbreyttar og þær eru margar.

Hallgrímskirkja

Þátttakendur hlaupa inn í Hallgrímskirkju, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur. Yfirnáttúrulegir tónar eftir Svein Inga Reynisson og lýsing kirkjunnar munu færa þátttakendur í aðrar víddir. Hallgrímskirkja er eini hluti leiðarinnar þar sem ekki má hlaupa og mælum við með að þú staldrir við og njótir.

Listasafn Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur verður fagurlega skreytt með ljósadýrð í tilefni dagsins að innan sem utan. Taktföst tónlistin mun leiða þátttakendur í gegnum húsið og er öllum leyfilegt að taka nokkur vel valin dansspor. Hlaupið endar í porti Listasafnsins.

Ráðhús Reykjavíkur

Ráðhúsið verður upplýst í tilefni Vetrarhátíðar. Þátttakendur munu síðan lýsa húsið upp að innan og taktur tónlistarinnar stýra hlaupa- og göngutakti þeirra í gegnum húsið.

Harpa

Harpan mun lýsa upp hafnarbakkann í skammdeginu með sinni ljósadýrð og þátttakendur skreyta umhverfið í kringum hana þegar þau hlaupa framhjá.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Norðurljósahlaupi Orkusölunnar í febrúar, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaupi Suzuki í júní, Laugavegshlaupinu í júlí, Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst og Reykjavik International Games í janúar.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: verkefni@ibr.is